HINIR árlegu Kaffitónleikar Kórs Akureyrarkirkju verða haldnir í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 6. apríl, kl. 15 að lokinni messu kl. 14 þar sem kórinn syngur einnig.
HINIR árlegu Kaffitónleikar Kórs Akureyrarkirkju verða haldnir í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á morgun, sunnudaginn 6. apríl, kl. 15 að lokinni messu kl. 14 þar sem kórinn syngur einnig.

Á tónleikunum flytur kórinn tónlist eftir Áskel Jónsson og Pál Ísólfsson og mun með því heiðra minningu þeirra. Einnig munu félagar úr kórnum syngja einsöng.

Auk kórsöngs og einsöngs verður að venju boðið upp á glæsilegt kaffihlaðborð.

Stjórnandi á tónleikunum er Björn Steinar Sólbergsson.

Aðgangseyrir er 1.000 krónur en 500 krónur fyrir ellilífeyrisþega.