Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Helga Guðrún Jónasdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, settu Landsnetið f
Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Helga Guðrún Jónasdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, settu Landsnetið f
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖG kvenna og ungs fólks í Sjálfstæðisflokknum hafa sett á stofn samskiptanet á vefnum sem fengið hefur nafnið Landsnet sjálfstæðiskvenna. Þar geta áhugamenn um stjórnmál átt samskipti og fengið upplýsingar.
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖG kvenna og ungs fólks í Sjálfstæðisflokknum hafa sett á stofn samskiptanet á vefnum sem fengið hefur nafnið Landsnet sjálfstæðiskvenna. Þar geta áhugamenn um stjórnmál átt samskipti og fengið upplýsingar.

Landsnetið er opið öllum sem vilja vera í stjórnmálum á forsendum aukins jafnréttis kynjanna og einstaklingsfrelsis, eins og segir á kynningu á Netinu. Landsnetinu er ætlað að vera vettvangur sjálfstæðiskvenna þvert á félagaskiptingu Sjálfstæðisflokksins, auk óflokksbundinna kvenna. Fyrirmyndin er m.a. sótt til Noregs og Svíþjóðar þar sem samskiptanet af þessu taki þykir hafa gefið góða raun.

Landsnetið er, eins og heiti þess bendir til, opið samskiptanet. Að því geta komið bæði einstaklingar og félagasamtök en auk þess sem upplýsingatæknin verður nýtt til hins ítrasta verða fundir, ráðstefnur, námskeið og margt fleira í boði á vegum þess.

Landssamband sjálfstæðiskvenna átti frumkvæði að stofnun Landsnetsins, en framkvæmdastjórn þess er skipuð tveimur fulltrúum SUS og tveimur fulltrúm LS ásamt formanni sambandsins.

Vefslóðin er www.xd.is/Landsnet, en hægt er að skrá sig á netið á ls@xd.is.