Fjölgun krabbameinstilfella er m.a. rakin  til þess að öldruðum fjölgar.
Fjölgun krabbameinstilfella er m.a. rakin til þess að öldruðum fjölgar.
ÚTLIT er fyrir að hlutfall krabbameins á heimsvísu muni aukast á næstu árum. Aukningin er um 50% sé miðað við spár frá árinu 2000.
ÚTLIT er fyrir að hlutfall krabbameins á heimsvísu muni aukast á næstu árum. Aukningin er um 50% sé miðað við spár frá árinu 2000.

Sé miðað við núverandi aðstæður mun tilfellum fjölga um 15 milljónir árlega til ársins 2020, að því er segir í frétt frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO).

Aukninguna má hugsanlega rekja til þess að öldruðum fjölgar, þeim fjölgar einnig sem neyta tóbaks svo og þeim sem kjósa óheilbrigðar lífsvenjur.

Árið 2000 spáði WHO því að krabbameinstilfellum myndi fjölga um 10 milljónir á ári.