Harpa Hilmarsdóttir og Benjamín Ómar Þorvaldsson í verslun sinni í Þorlákshöfn. Þar er boðið upp á kaffi, fisk og ýmsar nýlenduvörur.
Harpa Hilmarsdóttir og Benjamín Ómar Þorvaldsson í verslun sinni í Þorlákshöfn. Þar er boðið upp á kaffi, fisk og ýmsar nýlenduvörur.
UM síðustu helgi var opnuð ný verslun og kaffihús í Þorlákshöfn. Nafnið "VerBÚÐIN" segið að hluta til hvað er á boðstólum. Fiskur og fiskréttir er uppistaðan, einnig er boðið upp á ýmsar nýlenduvörur.
UM síðustu helgi var opnuð ný verslun og kaffihús í Þorlákshöfn. Nafnið "VerBÚÐIN" segið að hluta til hvað er á boðstólum. Fiskur og fiskréttir er uppistaðan, einnig er boðið upp á ýmsar nýlenduvörur.

Ekki hefur verið hægt að kaupa nýjan og ferskan fisk í Þorlákshöfn í nokkur ár því er þessi aukna þjónusta við íbúana vel þegin. Harpa Hilmarsdóttir, sem rekur verslunina ásamt manni sínum Benjamín Ómari Þorvaldssyni, sagði að síðan hún kynntist kaffi frá Kaffitári hefði henni fundist að hún yrði að kenna öðrum að njóta þessa dýrindis drykkjar, því hefði kaffihús þar sem boðið er upp á ýmislegt annað orðið fyrir valinu.

Benjamín Ómar, sem er sjómaður og gerir út 30 tonna netabát í samvinnu við föður sinn, sagði að sér gengi ekki vel að sjá versluninni fyrir fiski þar sem aflinn í netin væri of einhæfur og þessa dagana væri ekkert að hafa í netin. "Við kaupum fisk á markaðnum og höfum aðstöðu þar til að vinna hann," sagði Benjamín Ómar og bætti við að nú fiskaðist vel á línuna og það væri mjög góður fiskur og úrvalið fjölbreytt.