Fjölmargir  komu við í Kennaraháskólanum til að kynna sér námsframboðið.
Fjölmargir komu við í Kennaraháskólanum til að kynna sér námsframboðið.
OPIÐ hús var í Kennaraháskóla Íslands í vikunni þar sem kennarar, nemendur og námsráðgjafar kynntu námsframboð í grunndeild og svöruðu fyrirspurnum.
OPIÐ hús var í Kennaraháskóla Íslands í vikunni þar sem kennarar, nemendur og námsráðgjafar kynntu námsframboð í grunndeild og svöruðu fyrirspurnum. Í tengslum við kynninguna voru einnig til sýnis námsgögn sem notuð eru á hinum ýmsu námsbrautum og einnig sýningar á verkum nemenda.

"Markmiðið með þessu er að kynna námið í skólanum og gera það sýnilegt. Við erum að kynna fyrst og fremst grunndeildina sem skiptist í ýmsar brautir sem verða allar kynntar," sagði Elín Jóna Þórsdóttir, skrifstofustjóri kennsluskrifstofu. Hún sagði að þrátt fyrir að aðsóknin að skólanum væri mikil væri nauðsynlegt að sýna í verki hvað færi fram innan veggja skólans.