Ívar Örn Björnsson leikur aðalhlutverkið í Búkollu, strákinn, sem hér er á tali við orminn.
Ívar Örn Björnsson leikur aðalhlutverkið í Búkollu, strákinn, sem hér er á tali við orminn.
NÝTT íslenskt barnaleikrit eftir Hildigunni Þráinsdóttur verður frumsýnt á morgun, sunnudag, í Samkomuhúsinu á Akureyri.
NÝTT íslenskt barnaleikrit eftir Hildigunni Þráinsdóttur verður frumsýnt á morgun, sunnudag, í Samkomuhúsinu á Akureyri. Það er leikritið Búkolla sem byggt er á þjóðsögunni um Búkollu og strákinn, sem allir Íslendingar þekkja, en auk þeirrar sögufléttu sem er í þjóðsögunni koma aðrar persónur við sögu, persónur sem eru reyndar dýr; lóa sem er nýkomin til landsins og rappandi ormur.

Leikhúpurinn Hálfur Hrekkur í dós setur leikritið upp í samvinnu við Leikfélag Akureyrar.

"Við leggjum áherslu á hið ævintýralega í sögunni, en samt er mikil tenging við raunveruleikann," segir Hildigunnar í samtali við Morgunblaðið. Á sviðinu í Samkomuhúsinu er torfbær og "kýrin" Búkolla í fullri stærð. Sýningin er klukkustundar löng, í henni eru söngvar og segir Hildigunnur hana nokkurn veginn "smíðaða" fyrir leikskólakrakka. "Þau eiga að geta hlegið mikið en sýningin á líka að geta látið hjartað slá hraðar því hún verður mjög tvísýn á tímabili," segir leikstjórinn.

Ívar Örn Björnsson leikur aðalhlutverkið, strákinn, og Hildigunnur leikur á móti honum, bæði orminn og lóuna. Jónas Viðar Sveinsson leikur titilhlutverkið; glæðir Búkollu lífi og segir hann það fyrstu spor sín á leiksviði. Stærsta hluta sýningarinnar vinnur hópurinn sjálfur, svo sem að skrifa leikritið, hanna leikmynd, gervi og leikstýra. En uppsetningin er unnin í samvinnu við Leikfélag Akureyrar og flest starfsfólk hússins kemur að henni á einn eða annan hátt.

Frumsýningin er á morgun og hefst kl. 14.