Verk eftir Rögnu Hermannsdóttur í Galleríi Skugga.
Verk eftir Rögnu Hermannsdóttur í Galleríi Skugga.
TVÆR einkasýningar verða opnaðar í Galleríi Skugga í dag, laugardag, kl. 16. Á jarðhæð opnar Kristín Pálmadóttir sýninguna "Klæði" og gefur þar að líta ljósmyndaætingar þar sem hún teflir með myndrænum hætti saman klæðum manns og náttúru.
TVÆR einkasýningar verða opnaðar í Galleríi Skugga í dag, laugardag, kl. 16. Á jarðhæð opnar Kristín Pálmadóttir sýninguna "Klæði" og gefur þar að líta ljósmyndaætingar þar sem hún teflir með myndrænum hætti saman klæðum manns og náttúru.

Kristín hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum og haldið fimm einkasýningar.

Í kjallara gallerísins opnar Ragna Hermannsdóttir sýningu á nýjum verkum. Þar bregður listakonan á leik með vatnslitamyndir og tölvuunnar myndir á pappír.

Ragna hefur haldið sautján einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.

Sýningarnar standa til 27. apríl. Opið er í Skugga alla daga nema mánudaga kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis.