Áhöfnin um borð í Hannesi Þ. Hafstein á afmælisdaginn, f.v. Agnar Júlíusson skipstjóri, Sigfús Magnússon, Sigurður Stefánsson,  Halldór Sveinbjörnsson, Hjálmar Hjálmarsson vélstjóri og Sigurður Guðjónsson.
Áhöfnin um borð í Hannesi Þ. Hafstein á afmælisdaginn, f.v. Agnar Júlíusson skipstjóri, Sigfús Magnússon, Sigurður Stefánsson, Halldór Sveinbjörnsson, Hjálmar Hjálmarsson vélstjóri og Sigurður Guðjónsson.
HANNES Þ. Hafstein, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Sandgerði, hefur farið í 245 útköll og þjónustuferðir á þeim tíu árum sem liðin eru frá því skipið kom til landsins. Tímamótanna var minnst við athöfn um borð í skipinu.
HANNES Þ. Hafstein, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Sandgerði, hefur farið í 245 útköll og þjónustuferðir á þeim tíu árum sem liðin eru frá því skipið kom til landsins. Tímamótanna var minnst við athöfn um borð í skipinu.

Margir gestir komu um borð á afmælisdaginn og áhöfnin fékk blóm auk þess sem Olíufélagið Esso færði skipinu nokkra sjónauka og fleira.

Björgunarbátasjóður Suðurnesja rekur skipið. Sigurður H. Guðjónsson segir að allir séu sammála um að skipið hafi sannað tilverurétt sinn á þessum tíu árum, bæði slysavarnafélagsfólk og sjómenn sem þyrftu á aðstoð þess að halda. Útköll væru mismörg eftir árum, frá sjö og upp í 42 á ári, en samtals 245 á þessu tímabili. Í nokkrum tilvikum væri um beina björgun skipa og sjómanna úr bráðri hættu.

Hannes Þ. Hafstein er stærsta og öflugasta björgunarskip landsmanna. Sigurður segir að skipið sé nokkuð þungt í rekstri og erfitt að fá tekjur til að standa undir útgjöldunum. Björgunarbátasjóðurinn fær styrk í gegn um Slysavarnafélagið Landsbjörgu en verður að öðru leyti að treysta á greiðslur frá tryggingafélögum og útgerðum vegna útkalla.