Thomas Brommé með engisprettum.
Thomas Brommé með engisprettum.
THOMAS Broomé opnar sýninguna "Locust" í Galleríi Hlemmi kl. 16 í dag, laugardag, og sýnir sex hundruð engisprettur sem gerðar eru úr kókdósum.
THOMAS Broomé opnar sýninguna "Locust" í Galleríi Hlemmi kl. 16 í dag, laugardag, og sýnir sex hundruð engisprettur sem gerðar eru úr kókdósum. Ásamt engisprettuhljóðunum, sem mynda þrívítt hljóðumhverfi, vekur verkið upp heimsendalega sýn af vörumerki sem fjölgar sér í stöðugri leit að gróða.

Vörumerki sem orðið hefur að risa og ýtir undir múgsefjun og eyðileggur allt sem í vegi þess verður.

Thomas Broomé hefur haldið fjölda sýninga bæði í Svíþjóð sem og á alþjóðlegum vettvangi. Hann hefur tekið þátt í nokkrum verkefnum á vegum Smart Studio/Interactive Institute s.s. verkefnunum BrainBall og BrainBar og er virtur fyrirlesari á sviði margmiðlunarlista (mediaart).

Sýningin stendur til 27. apríl og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14-18.