DÓMSMÁLARÁÐHERRA skipaði í gær Jón Birgi Jónsson, verkfræðing og ráðuneytisstjóra í samgönguráðuneytinu, formann almannavarnaráðs til eins árs.
DÓMSMÁLARÁÐHERRA skipaði í gær Jón Birgi Jónsson, verkfræðing og ráðuneytisstjóra í samgönguráðuneytinu, formann almannavarnaráðs til eins árs. Sem kunnugt er hefur verið ákveðið að flytja verkefni almannavarnaráðs og starfsemi Almannavarna ríkisins til embættis ríkislögreglustjóra og tók breytingin gildi í gær.

Starfar með ríkislögreglustjóra

Í tilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu segir að samkvæmt breytingunni skuli sérstakt ráð, almannavarnaráð, vera ríkisstjórninni til ráðgjafar um almannavarnir. Ráðið skuli jafnframt starfa með ríkislögreglustjóra þegar almannavarnaástand skapist.

Aðrir sem sæti eiga í almannavarnaráði eru: Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Sigurður Guðmundsson landlæknir, Haraldur Johannessen ríkislögreglstjóri, Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssímans, Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri, Magnús Jónsson veðurstofustjóri, Þorgeir Pálsson flugmálastjóri, Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, Jón Gunnarsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.