EIGNIR lífeyrissjóða í innlendum hlutabréfum námu um 73 milljörðum króna um síðustu áramót og hækkuðu um 29% frá árinu áður.
EIGNIR lífeyrissjóða í innlendum hlutabréfum námu um 73 milljörðum króna um síðustu áramót og hækkuðu um 29% frá árinu áður. Hækkunina má rekja annars vegar til hækkunar á hlutabréfaverði á síðasta ári, en úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hækkaði um 16,7% á árinu, og til aukinna fjárfestinga í innlendum hlutabréfum.

Hlutfall innlendrar hlutabréfaeignar af heildareignum lífeyrissjóðanna var 10,8% á árinu 2002 og hækkaði úr 9,3% árið áður. Sambærilegt hlutfall árið 2000 var 9,8%.

Þegar eignir sjóðanna í innlendum hlutabréfum eru skoðaðar í hlutfalli við markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöllinni í heild kemur í ljós að það hefur verið um 14% síðustu þrjú ár.