Í dag er laugardagur 5. apríl, 95. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af henni getið dafnað til hjálpræðis.

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Hvidbjörnen og Lómur koma í dag. Eldborg fer í dag.

Hafnarfjarðarhöfn: Fornax, Gemini og Mánaberg fóru í gær.

Mannamót

Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Biljardáhugafólk, fundur um biljardmál á miðvikudag kl. 10.30, mætið til að finna ykkur spilafélaga. Áhugafólk um boccia, skráning í bocciaklúbb, í Hraunseli, sími 5550142. Félagsheimilið er opið alla virka daga frá kl. 13-17. Kaffi á könnuni kl. 15-16:30.

Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni minnir á gönguhópinn sem fer frá Hlégarði kl. 11. Komið verður til baka eftir um klukkustundar göngu. Allir velkomnir, ungir sem gamlir.

Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjós og á Kjalarnesi. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Bókband í dag kl. 10-12.

Gerðuberg, félagsstarf. Á þriðjudögum kl. 13 boccia, miðvikudögum kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, fimmtudögum kl. 13 glermálun. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 5757720.

Gönguklúbbur Hana-nú . Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9.

Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 5303600.

Stuðningsfundir fyrrverandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reykingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30.

GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara) kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA, Síðumúla 3-5, og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30.

Samtök þolenda kynferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna.

Ásatrúarfélagið, Grandagarði 8. Opið hús alla laugardaga frá kl. 14.

Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14-17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti.

Lífeyrisdeild Landssambands lögreglumanna. Sunnudagsfundur deildarinnar verður á morgun, sunnudaginn 2. mars, í félagsheimili LR í Brautarholti 30 og hefst kl. 10. Félagar, fjölmennið.

Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Opið hús verður þriðjudaginn 8. apríl kl. 20. Sigurður Böðvarsson krabbameinslæknir flytur fræðsluerindi um lungnakrabbamein. Allir velkomnir.

Minningarkort

Slysavarnafélagið Landsbjörg, Stangarhyl 1, 110 Reykjavík. S. 570 5900. Fax: 570 5901. Netfang: slysavarnafelagid@landsbjorg.is

Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum kvennadeildar RRKÍ á sjúkrahúsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568 8188.

Minningarkort Hvítabandsins fást í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, s. 562 1581, og hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551 7193, og Elínu Snorradóttur, s. 561 5622.

Minningarkort Sjúkraliðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9-17. S. 553 9494.

Minningarkort Vinafélags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru afgreidd í síma 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils.

Minningakort Breiðfirðingafélagsins eru til sölu hjá Sveini Sigurjónssyni, s. 555 0383, eða s. 899 1161.

Minningarkort Kvenfélagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minningarsjóður í vörslu kvenfélagsins Hringsins í Hafnarfirði.

Minningarkortin fást nú í Lyfjum og heilsu, verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Kortið kostar kr. 500.

(1 Pt. 2, 2.)