NÝR kór, Kvennakórinn Embla, hefur upp raust sína á föstunni með þremur tónverkum eftir barokk-snillingana Bach, Telemann og Pergolesi. Tónleikarnir verða í Akureyrarkirkju í dag, laugardaginn 5. apríl kl. 17.
NÝR kór, Kvennakórinn Embla, hefur upp raust sína á föstunni með þremur tónverkum eftir barokk-snillingana Bach, Telemann og Pergolesi. Tónleikarnir verða í Akureyrarkirkju í dag, laugardaginn 5. apríl kl. 17. Flytjendur með kórnum eru Hildur Tryggvadóttir sópran, Elvý Hreinsdóttir mezzósópran og Kammersveit Akureyrar.

Kvennakórinn Embla var stofnaður 1. september 2002 og er skipaður konum úr S-Þingeyjarsýslu og Akureyri. Markmið kórsins er að flytja klassíska og nútíma tónlist fyrir kvennaraddir. Stofnandi og stjórnandi er Roar Kvam.

Aðgangseyrir á tónleikanna er 1.500 krónur.