REYNA á til þrautar í óformlegum þreifingum nú um helgina að ná málamiðlun í viðræðum Evrópusambandsins og Noregs, Íslands og Lichtenstein um stækkun Evrópska efnahagssvæðisins, að því er norska fréttastofan NTB hefur eftir heimildum í Brussel.
REYNA á til þrautar í óformlegum þreifingum nú um helgina að ná málamiðlun í viðræðum Evrópusambandsins og Noregs, Íslands og Lichtenstein um stækkun Evrópska efnahagssvæðisins, að því er norska fréttastofan NTB hefur eftir heimildum í Brussel.

Standa vonir til að vatnaskil geti orðið í viðræðunum nú um helgina en framkvæmdastjórn ESB hefur hug á að geta kynnt niðurstöðuna fyrir aðildarþjóðum ESB innan hins svokallaða EFTA-hóps kl. 15 að þarlendum tíma á mánudag, eða kl. 13 að íslenskum tíma. Forsvarsmenn viðræðnanna hafa hins vegar ekkert viljað segja opinberlega um gang þessara þreifinga. Formlegum fundi þessara aðila sem átti að vera á föstudag var sem kunnugt er frestað á fimmtudag.