TALSVERÐAR breytingar hafa orðið á eignarhaldi stærstu hluthafa í Eimskipafélagi Íslands að undanförnu. Fjárfestingarfélagið Straumur hefur aukið hlut sinn í félaginu úr 5,86% hinn 11. febrúar í 9,07% hinn 1. apríl sl.
TALSVERÐAR breytingar hafa orðið á eignarhaldi stærstu hluthafa í Eimskipafélagi Íslands að undanförnu.

Fjárfestingarfélagið Straumur hefur aukið hlut sinn í félaginu úr 5,86% hinn 11. febrúar í 9,07% hinn 1. apríl sl.

Skeljungur hefur aukið hlut sinn á sama tímabili úr 5,75% í 7,75% og Kaupþing er nú meðal 10 stærstu, með 3,01%.

Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur selt af sínum hlut en hinn 11. febrúar átti sjóðurinn 4,03%. Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 hafa einnig minnkað hlut sinn í Eimskip á tímabilinu, úr 3,16% í 1,48%.