UTANRÍKISRÁÐHERRAR Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins ræddu á samráðsfundi í Brussel á fimmtudaginn málefni Íraks og hlutverk alþjóðasamfélagsins í mannúðar- og uppbyggingarstarfi að átökum loknum.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins ræddu á samráðsfundi í Brussel á fimmtudaginn málefni Íraks og hlutverk alþjóðasamfélagsins í mannúðar- og uppbyggingarstarfi að átökum loknum.

Í tilkynningu utanríkisráðuneytisins segir að utanríkisráðherrarnir hafi verið sammála um mikilvægi þess að tryggja uppbyggingu landsins í samráði við írösku þjóðina og að Sameinuðu þjóðirnar geti gegnt mikilvægu hlutverki í endurreisn landsins. Jafnframt var lögð áhersla á mikilvægi þess að deilur fyrir botni Miðjarðarhafs verði leystar á grundvelli friðaráætlunar Evrópusambandsins, Rússlands og Bandaríkjanna. Gunnar Gunnarsson, fastafulltrúi Íslands hjá Nato, sat fundinn í fjarveru utanríkisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar.