Makker opnar á 15-17 punkta grandi og þitt er að svara með þessi spil í norður: Norður &spade;KD10 &heart;9 ⋄87542 &klubs;DK76 Þetta eru 10 punktar og styrkur því nægur í geim.

Makker opnar á 15-17 punkta grandi og þitt er að svara með þessi spil í norður:

Norður
KD10
9
87542
DK76
Þetta eru 10 punktar og styrkur því nægur í geim. Sennilegasta lendingin er þrjú grönd, en einspilið í hjarta veldur áhyggjum. Það leysir hins vegar engan vanda að nota Stayman, því það er ekki lengd makkers í hjarta sem skiptir máli, heldur styrkur. Í spilum af þessum toga kemur mun betur út að segja opnaranum frá einspilinu og láta hann taka síðustu ákvörðun.

Norður
KD10
9
87542
KD76

Vestur Austur
9843 76
743 ÁKD865
ÁG6 93
G104 983

Suður
ÁG52
G102
KD10
Á52

Spilið kom upp hjá BR á þriðjudaginn. Fjórir spaðar er fallegur samningur, en náðist aðeins á þremur borðum - flestir fóru niður á þremur gröndum. En hvernig er hægt að sýna einspilið í hjarta? Til þess eru ýmsar leiðir og sú einfaldasta að nota allt þriðja þrepið til þeirra hluta. Stökk í þrjá sýnir sem sagt einspil eða eyðu í viðkomandi lit og a.m.k. þrjú spil í öllum hinna. Svona gengu sagnir á einu borði:

Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 grand
Pass 3 hjörtu* Dobl 3 spaðar
Pass 3 grönd Pass 4 lauf
Pass 4 spaðar Allir pass

Um leið og norður lýsir yfir stuttu hjarta sér suður að þrjú grönd koma ekki til greina og hefur leit að besta tromplitnum. Norður verður að segja þrjú grönd við þremur spöðum til að afneita fjórlit í spaða og suður þreifar fyrir sér með fjórum laufum. Kannski er fjögur hjörtu betri sögn til að sýna jafna móttöku í láglitunum, en það er í sjálfu sér fínlegt aukaatriði. Einhvern veginn á alltaf að vera hægt að mjaka sér í besta litinn með eðlilegum sögnum.