Kristjana Milla Thorsteinsson
Kristjana Milla Thorsteinsson
Kristjana Milla Thorsteinsson útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands og var stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er og útskrifuð í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Kristjana Milla Thorsteinsson útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands og var stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er og útskrifuð í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Kristjana Milla hefur verið félagi í ITC á Íslandi í tæp 24 ár og hefur lengstan starfsaldur að baki allra ITC-félaga hérlendis. Hefur gegnt fjölmörgum embættum innan samtakanna hér á landi og setið í alþjóðastjórninni. Kristjana Milla er ekkja, en eiginmaður hennar var Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða og Flugleiða. Þau áttu sex börn.

Kristjana Milla Thorsteinsson útskrifaðist úr Verslunarskóla Íslands og var stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er og útskrifuð í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Kristjana Milla hefur verið félagi í ITC á Íslandi í tæp 24 ár og hefur lengstan starfsaldur að baki allra ITC-félaga hérlendis. Hefur gegnt fjölmörgum embættum innan samtakanna hér á landi og setið í alþjóðastjórninni. Kristjana Milla er ekkja, en eiginmaður hennar var Alfreð Elíasson, forstjóri Loftleiða og Flugleiða. Þau áttu sex börn.

Á morgun er alþjóðlegur kynningardagur samtaka sem bera skammstöfunina ITC sem stendur fyrir "International Training in Communication" og er samkvæmt því ekki íslenskt að uppruna. Eins og margt gott sem sprettur upp ytra, hefur það borist til Íslands.

Kristana Milla Thorsteinsson hefur verið ötull málsvari og starfsmaður ITC á Íslandi um langt árabil og á morgun verður hún útnefnd heiðursfélagi ITC á Íslandi, enda "hefur Kristjana Milla verið félagi í ITC í tæp 24 ár og hefur lengstan starfsaldur að baki allra ITC-félaga hérlendis. Hún hefur gegnt fjölmörgum embættum innan samtakanna á Íslandi, verið í alþjóðastjórninni og verið mjög ötul við að miðla yngri og óreyndari félögum af reynslu sinni," eins og Fanney Úlfarsdóttir, landsforseti ITC, segir. Um er að ræða kaffisamsæti henni til heiðurs í Blómasal Hótels Loftleiða sem hefst klukkan 15. Kristjana svaraði nokkrum spurningum Morgunblaðsins.

-Hvar verður þessi alþjóðlegi kynningardagur og segðu okkur eitthvað frá honum...

"Á síðasta ári var í fyrsta skipti haldinn alþjóðlegur kynningardagur ITC. Þá útnefndu ITC-samtök um allan heim "Samskiptajöfur ársins". Vigdís Finnbogadóttir er Samskiptajöfur íslensku ITC-samtakanna, og var heiðursgestur á landsþingi þeirra í maí 2002. Að þessu sinni er 12. apríl 2003 alþjóðlegur kynningardagur ITC. Deildir innan samtakanna munu tengjast í "mælskumaraþoni" sem hefst á Nýja Sjálandi að morgni 12. apríl og endar með ræðukeppni sólarhring síðar. Íslenskar ITC-deildir munu þó ekki taka þátt í þessu maraþoni."

-Hvað er ITC og fyrir hvað stendur það?

"ITC stendur fyrir "International Training in Communication", eru samtök sem stofnuð voru 1938 í Bandaríkjunum af Ernestine White. Markmið ITC er sjálfsþroski. Kjörorð Ernestine er "Heimur batnandi fer vegna þeirra sem vilja það og stíga skref til að svo megi verða.

ITC var stofnað á Íslandi 1975 á kvennaárinu. Í fyrstu hétu samtökin Málfreyjur, en nafninu var breytt eftir að jafnréttislög voru samþykkt í Bandaríkjunum. Eftir það máttu samtökin ekki vera kvenkennd. Mikið var leitað að góðu íslensku nafni, en það fannst ekki. Niðurstaðan varð sú, að samtökin heita nú ITC á Íslandi, þjálfun í mannlegum samskiptum. Það er nafn sem lýsir mjög vel því sem við erum að vinna að."

-Er ITC öflugt á Íslandi og er það Íslendingum mikilvægt?

"ITC eru öflug samtök á Íslandi með 166 félaga og 10 deildir. Þjálfun í mannlegum samskiptum er mjög mikilvæg í daglegu lífi, bæði hér á Íslandi og ekki síður fyrir þá sem þurfa að vera í viðskiptum við aðrar þjóðir eða starfa í útlöndum.

Miklar kröfur eru gerðar til fólks og margir þurfa vegna vinnu sinnar að koma skoðunum sínum á framfæri við aðra. Hjá ITC er hægt að fá þjálfun á þeim hraða sem hentar hverjum og einum í að koma fram opinberlega og tala fyrir framan hóp af fólki af öryggi.

Hræðsla við ræðustólinn er almenn og sumir segjast heldur vilja deyja en að halda ræðu. Hjá ITC er mikil áhersla lögð á ræðumennsku. Árlegar ræðukeppnir eru haldnar og félagar fá verkefni á fundum við að semja fræðsluefni og ræður og æfa sig í flutningi. Sumt fræðsluefni er frumsamið, en annað fáum við frá alþjóðasamtökunum. Þessi þjálfun er því mörgum kærkomin í ljósi almennu hræðslunnar við að halda ræður sem ég gat um áðan. ITC leggur líka mikla áherslu á fundarstjórn og nefndarstörf."

-Hvernig er starfsemi ITC háttað?

"Mikið starf fer fram í alls konar nefndum, bæði hjá hinu opinbera og hjá einkafyrirtækjum. Margir kvarta undan því að nefnda- og fundafarganið sé orðið starfinu til trafala og lítill árangur náist.

Þar getur ITC komið til hjálpar. Allir sem vilja eru virkir og vinna í nefndum og læra að stjórna fundum."

-Hvernig er frammistaða fólks metin?

"Ekki eru gefnar einkunnir fyrir frammistöðu, heldur er gefið hæfnismat. Verkefnið er metið og vanur félagi segir á því kost og löst. Allir byrja strax að þjálfa sig í hæfnismati, sem þeir nota bæði á sjálfa sig og aðra. Gaman er að þjálfa sig í því, þegar horft er á stjórnmálamenn og aðra í sjónvarpinu."

-Fyrir hverja er ITC, þ.e.a.s. hverjum nýtist það helst?

"Segja má að starf í ITC sé fyrir alla, bæði konur og karla, enda nýtist það í kringumstæðum sem oft koma fyrir í daglegu lífi fólks. Með starfi í ITC kemst á betra samband við heimili, í félögum þar sem fólk starfar og manna í millum í viðskiptum, svo eitthvað sé nefnt."