31. maí 2003 | Viðskiptafréttir | 111 orð

Katla til Íslands vegna aukinna umsvifa

KATLA Travel GmbH, sem selur ferðir til Íslands í Austurríki og Þýskalandi, flutti höfuðstöðvar sínar til Íslands vegna stóraukinna umsvifa og hagstæðs skattaumhverfis, að sögn Péturs Óskarssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
KATLA Travel GmbH, sem selur ferðir til Íslands í Austurríki og Þýskalandi, flutti höfuðstöðvar sínar til Íslands vegna stóraukinna umsvifa og hagstæðs skattaumhverfis, að sögn Péturs Óskarssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins.

Í Morgunblaðinu var nýverið missagt, að ástæðan hefði að hluta til verið lægri laun á Íslandi. Pétur segir svo ekki vera. "Hins vegar eru launatengd gjöld lægri hér en í Þýskalandi, og það hafði sín áhrif," segir hann.

Katla Travel GmbH var stofnað í Þýskalandi árið 1997 og þá voru gerðir samningar við ferðaskrifstofurnar Troll Tours og Neckermann um sölu á Íslandsferðum. Fyrirtækið sérhæfir sig í ferðum til Íslands frá þýskumælandi svæðum í Evrópu. Það rekur skrifstofu í München og nú einnig í Reykjavík.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.