Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, hafði í nógu að snúast í gær er hann yfirgaf Rockville í síðasta sinn.
Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, hafði í nógu að snúast í gær er hann yfirgaf Rockville í síðasta sinn.
AÐSTANDENDUR Byrgisins, meðferðarstofnunar fyrir fíkniefnaneytendur, yfirgáfu Rockville á Miðnesheiði í gær þegar síðustu hlutirnir í eigu Byrgisins voru fluttir þaðan með flutningabíl. Hafa Byrgismenn sem kunnugt er fengið aðstöðu á Efri-Brú í...
AÐSTANDENDUR Byrgisins, meðferðarstofnunar fyrir fíkniefnaneytendur, yfirgáfu Rockville á Miðnesheiði í gær þegar síðustu hlutirnir í eigu Byrgisins voru fluttir þaðan með flutningabíl. Hafa Byrgismenn sem kunnugt er fengið aðstöðu á Efri-Brú í Grímsnesi.

Þegar bíllinn var kominn í gegnum hliðið skellti Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, því í lás og henti lyklinum út í móa með þeim orðum að þarna færu 100 milljónir króna fyrir lítið. Vitnaði hann þar til þess að uppbygging Rockville hefði kostað Byrgið 100 milljónir en þeir mættu ekki taka neitt naglfast með sér. Enn á eftir að flytja m.a. á brott af svæðinu líkamsræktarstöð með um 20 tonnum af tækjum.

Hætta er talin á að búnaður verði tekinn ófrjálsri hendi úr Rockville og ætla lögreglumenn í Keflavík og á Keflavíkurflugvelli að fylgjast vel með þessari gömlu radarstöð hér eftir sem hingað til.

Grunsamlegar mannaferðir

Að sögn lögreglunnar í Keflavík var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir á svæðinu að kvöldlagi í síðustu viku. Tilkynnt var um menn á dökkum bíl fyrir utan aðra radarkúluna sem grunaðir voru um að róta í verkfærum sem þar voru. Voru mennirnir farnir tómhentir er lögregla kom á svæðið.