15. júní 2003 | Innlendar fréttir | 143 orð

Katla Travel fjölgar flugsætum

FERÐASKRIFSTOFAN Katla Travel GmbH hefur á undanförnum árum selt Íslandsferðir í Þýskalandi og Austurríki í samvinnu við þýsku ferðaskrifstofuna Troll Tours GmbH. Ákveðið hefur verið að auka sætaframboð frá Frankfurt í sumar vegna aukinnar eftirspurnar.
FERÐASKRIFSTOFAN Katla Travel GmbH hefur á undanförnum árum selt Íslandsferðir í Þýskalandi og Austurríki í samvinnu við þýsku ferðaskrifstofuna Troll Tours GmbH. Ákveðið hefur verið að auka sætaframboð frá Frankfurt í sumar vegna aukinnar eftirspurnar. Til þessa hefur fyrirtækið flutt farþega með Boeing 757, en tekur nú í þjónustu sína breiðþotu af gerðinni Boeing 767. Þar með fjölgar sætum úr 210 í 270 í hverri ferð. Í breiðþotunni eru í boði 24 sæti í svonefndum Comfort Class. Fyrr á þessu ári var gert ráð fyrir að farþegar í orlofsferðum til Íslands á vegum Katla Travel yrðu tvöfalt fleiri en á síðastliðnu ári.

Íslandsflugið stendur í fimm mánuði á ári og er samstarfsverkefni Katla Travel GmbH, Troll Tours GmbH og Thomas Cook AG í Þýskalandi. Terra Nova er umboðsmaður fyrir Thomas Cook og sér um sölu á þessu flugi héðan til Frankfurt, Berlínar og München.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.