28. júní 2003 | Íþróttir | 361 orð | 1 mynd

*GEIR Sveinsson er hættur þjálfun karlaliðs...

*GEIR Sveinsson er hættur þjálfun karlaliðs Vals í handknattleik. Hann hefur verið þjálfari liðsins undanfarin fjögur ár. Undir stjórn Geirs lék Valur m.a. til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við KA fyrir rúmu ári.
*GEIR Sveinsson er hættur þjálfun karlaliðs Vals í handknattleik. Hann hefur verið þjálfari liðsins undanfarin fjögur ár. Undir stjórn Geirs lék Valur m.a. til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við KA fyrir rúmu ári. Óskar Bjarni Óskarsson tekur við starfi Geirs en Óskar hefur lengi þjálfað yngri flokka félagsins og einnig stýrt ungmennalandsliðum Íslands.

*MARTIN Jørgensen, landsliðsmaður Dana í knattspyrnu, leikur með Lazio á næstu leiktíð en hann er einn þriggja leikmanna sem ganga til liðs við félagið frá Udinese. Hinir tveir eru David Pizzaro og Alberto. Í staðinn fær Udinese þá Lucas Castroman og Fabio Liverani frá Lazio.

*BÆÐI mörk Valsmanna gegn KA á Akureyrarvelli á þriðjudag höfðu viðkomu í Jóni Örvari Eiríkssyni, miðvallarleikmanni KA. Jón Örvar er fyrrverandi leikmaður Dalvíkur en mörk Vals í leiknum gerðu bræður frá Dalvík, þeir Jóhann Hilmar og Sigurbjörn Örn Hreiðarssynir.

*BRÆÐURNIR hafa verið í miklum ham í upphafi leiktíðar og gert átta af tíu mörkum Vals á leiktíðinni. Jóhann Hilmar hefur gert fimm mörk í fimm leikjum en Sigurbjörn Örn fyrirliði þrjú í sjö leikjum. Athygli vekur að enn hefur sóknarmanni Vals ekki tekist að komast á blað og að liðið hefur fengið á sig 13 mörk sem er meira en liðið fékk á sig allt leiktímabilið í fyrra.

*FRANSKA knattspyrnuliðið Paris Saint-Germain hefur keypt Ghana-búann Mickaal Essien frá Bastia. Essien er miðjumaður og þykir mjög efnilegur. Þetta eru fyrstu kaup Vahid Halilhodzic sem er nýr þjálfari Paris Saint-Germain.

*ED DE Goey, fyrrverandi markvörður Chelsea, er þessa dagana undir smásjánni hjá Birmingham og Wolves.

*LEIKMENN Manchester City leika ekki í treyju númer 23 í framtíðinni. Verður það gert til þess að minnast Marc Viviens Foes, leikmanns liðsins, sem lést á miðvikudag, en hann klæddist treyju númer 23 í leikjum liðsins á síðustu leiktíð.

*KRÓATINN Ivo Karlovic, sem sló Wimbledon meistarann í tennis, Lleyton Hewitt, úr keppni, er úr leik eftir að hafa tapað fyrir Hvít-Rússanum Max Mirnyi í gær. Miryni sigraði í fjórum lotum, 7:6, 3:6, 6:3 og 7:6.

*ENSKA 1. deildarliðið Wimbledon mun ekki flytja heimavöll sinn til Milton Keynes sem er um 80 km frá London en stuðningsmenn liðsins hafa mótmælt áformum eigenda liðsins með þeim hætti að mæta ekki á heimaleiki liðsins á Shelhurst Park, heimavöll Crystal Palace.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.