TALIÐ er að þetta sé stærsta málverkafölsunarmál sem komið hefur upp í Evrópu, bæði miðað við fjölda myndverka og fjölda þeirra listamanna sem skráðir eru fyrir þeim, að því er fram kemur í ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2002.

TALIÐ er að þetta sé stærsta málverkafölsunarmál sem komið hefur upp í Evrópu, bæði miðað við fjölda myndverka og fjölda þeirra listamanna sem skráðir eru fyrir þeim, að því er fram kemur í ársskýrslu ríkislögreglustjóra fyrir árið 2002.

Fyrstu kærur bárust rannsóknarlögreglu ríkisins í apíl 1997 og meginhlutinn barst á næstu tveimur árum, langflestar þeirra sem komu frá innlendum aðilum voru frá lögmanni Ólafs Inga Jónssonar forvarðar. Í ársbyrjun 2001 fékk lögregla í hendur 56 verk sem eignuð voru Svavari Guðnasyni sem Galleri Leif Jensen í Kaupmannahöfn hafði afhent auðgunarbrotadeild lögreglu þar í borg. Síðasta kæran kom inn á borð hjá ríkislögreglustjóra 28. nóvember 2002. Alls var kært vegna 181 myndar og voru þær allar rannsakaðar. Tíu lögreglumenn og tíu sérfræðingar unnu að rannsókninni sem kostaði tæplega 50 milljónir króna. Tæplega fimm árum eftir að fyrsta kæran barst, í ársbyrjun 2003, gaf ríkislögreglustjóri út ákæru. Eftir breytingar sem gerðar voru við aðalmeðferð málsins náði hún til 102 verka, 50 olíumálverka og 52 verka á pappír.