"Blásólin er ein vinsælasta plantan í garðinum og mikið mynduð einkum af útlendingum. Þetta er háfjallaplanta frá Kína, auðveld í ræktun a.m.k. hérlendis," segir Björgvin Steindórsson, forstöðumaður Lystigarðs Akureyrar.
"Blásólin er ein vinsælasta plantan í garðinum og mikið mynduð einkum af útlendingum. Þetta er háfjallaplanta frá Kína, auðveld í ræktun a.m.k. hérlendis," segir Björgvin Steindórsson, forstöðumaður Lystigarðs Akureyrar.

"Hægt er að fjölga blásól með skiptingu en auðveldara er að sá til hennar. Blásólin er ein af þeim plöntum sem best er að hreyfa sem minnst við, hún vill vera á sama stað. Hún þrífst vel í frjóum moldarjarðvegi. Hún er fjölær og getur lifað lengi. Blásólin kom fyrst í ræktun um 1979 og er nú nokkuð algeng í görðum, a.m.k. á Norðurlandi."