Hjá Fasteignastofunni er til sölu 170 fermetra raðhús í Stuðlabergi 76. Ásett verð er 22,9 millj.kr.
Hjá Fasteignastofunni er til sölu 170 fermetra raðhús í Stuðlabergi 76. Ásett verð er 22,9 millj.kr.
Reykjavík - Fasteignastofan er með í sölu núna tvílyft raðhús í Stuðlabergi 76 í Reykjavík. Þetta er steinsteypt hús, byggt árið 1989, og er það 170 fermetrar, þar af er bílskúr 18 fermetrar.
Reykjavík - Fasteignastofan er með í sölu núna tvílyft raðhús í Stuðlabergi 76 í Reykjavík. Þetta er steinsteypt hús, byggt árið 1989, og er það 170 fermetrar, þar af er bílskúr 18 fermetrar.

"Þetta er glæsilegt hús í þriggja húsa lengju, mjög vel staðsett," sagði Ívar Ásgrímsson hjá Fasteignastofunni.

"Komið er inn í rúmgóða forstofu með svörtum náttúruflísum - skápur er í forstofunni. Þvottaherbergi er með sömu flísum á gólfi, innréttingu og glugga. Eldhúsið er með glæsilegri sérsmíðaðri innréttingu úr rótarspóni, borðplata er úr graníti, góð tæki - fallegur háfur yfir eldunareyjunni og mósaíkflísar á milli innréttinga. Góður borðkrókur er með parketi á gólfi.

Steyptur stigi er milli hæða með parketi, sem og er stofan með parketi, mjög björt og með útgangi út í bakgarð. Á efri hæð er gangur með parketi, fallegar hillur og mjög rúmgott sjónvarpshol þar sem væri möguleiki á herbergi. Svefnherbergin eru þrjú og öll með parketi og skápum úr kirsuberjaviði. Útgengt er út á suðursvalir úr hjónaherbergi. Baðherbergið er fallegt, með flísum, baðkari, flísalögðum sturtuklefa með hleðslugleri og salerni sem hangir á vegg. Parketið á íbúðinni er úr olíubornum merbau-viði. Að utan er hellulagt, þar er fallegur lokaður timburpallur á lóðinni og snýr hann í suður. Bílskúr er með hita, rafmagni og sjálfvirkum dyraopnara. Áhvílandi eru 40 ára byggingarsjóðslán með 4,9% vöxtum, 4,2 millj. kr. Hægt er að taka full húsbréf að auki, 8 millj. kr.

Söluverð er 22,9 millj. kr. Húsið verður til sýnis í dag frá kl. 18-21."