Tunguskeið, Skutulsfirði. Yfirlitsmynd af nýju íbúðarhverfi þar.
Tunguskeið, Skutulsfirði. Yfirlitsmynd af nýju íbúðarhverfi þar.
Nýjum byggingarlóðum er verið að úthluta á Ísafirði um þessar mundir. "Svæði það sem hér um ræðir er á svokölluðu Tunguskeiði sem er í botni Skutulsfjarðar," sagði Stefán Brynjólfsson byggingarfulltrúi á Ísafjarðarbæjar.
Nýjum byggingarlóðum er verið að úthluta á Ísafirði um þessar mundir.

"Svæði það sem hér um ræðir er á svokölluðu Tunguskeiði sem er í botni Skutulsfjarðar," sagði Stefán Brynjólfsson byggingarfulltrúi á Ísafjarðarbæjar.

Hvað er gert ráð fyrir mikilli byggð á þessu svæði?

"Bygging tveggja einbýlishúsa hefst í byrjun ágúst, eftir landsmót ungmennafélaga sem verður á þessu svæði um verslunarmannahelgi. Búið er að skipuleggja nú þegar 24 einbýlishúsalóðir á svæðinu og tíu raðhúsa- og sex parhúsalóðir. Einnig eru þarna einar sjö lóðir fyrir iðnaðarhúsnæði.

Þetta er flatt svæði og undir því nokkuð góður jarðvegur svo það verður að teljast gott byggingarsvæði."

Er um að ræða einhverja byggingarskilmála?

"Já, en þeir rúmir. Á einbýlishúsunum er t.d. 380 fermetra byggingareitur. Nokkuð hefur undanfarið verið spurt um einbýlishúsalóðir, það er mestur áhugi fyrir þeim. Það hafa að ýmsu leyti verið skorður í Skutulsfirði hvað byggingarlóðir snertir, hér eru t.d. svæði sem ekki er hægt að byggja á vegna snjóflóðahættu og undirlendi er takmarkað.

Þess ber að geta að deiliskipulag Tunguskeiðshverfisins er unnið af Elísabetu Gunnarsdóttur arkitekt hjá Teiknistofunni Kol og salt hér á Ísafirði.