Björn Hjaltason velti meðal annars vöngum yfir meðallíftíma kvenna eftir að þær sænga hjá James Bond.
Björn Hjaltason velti meðal annars vöngum yfir meðallíftíma kvenna eftir að þær sænga hjá James Bond.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
HLÁTRASKÖLLIN ómuðu um Þjóðleikhúskjallarann á fimmtudagskvöld en þá fór fram uppistandssýningin Sauðkindin - Af Íslandssögu og öðrum lygasögum .
HLÁTRASKÖLLIN ómuðu um Þjóðleikhúskjallarann á fimmtudagskvöld en þá fór fram uppistandssýningin Sauðkindin - Af Íslandssögu og öðrum lygasögum. Mæting var með ágætum og var það Björn Hjaltason sem fyrstur gekk inn á svið og gerði ærlegt grín að sjálfum sér og James Bond við mikinn fögnuð viðstaddra.

Þá kom fram fjöllistahópurinn Grúsk skipaður hinum ungu en upprennandi Árna Kristjánssyni, Jakobi Tómasi Bullerjahn og Erlingi Grétari Einarssyni. Þeir brugðu á leik með læknasprelli og öðrum uppátækjum.

Loks steig á svið sjálfur Snorri Hergill, næstfyndnasti maður Íslands, og framkallaði hverja hláturkviðuna af annarri hjá áhorfendum.

Snorri leggur bráðlega í ferð um landið og skemmtir á Egilsstöðum á Café Nielsen 11. júlí og á Kaffi Akureyri 12. júlí. Seinna í mánuðinum fer hann í víking til Lundúna þar sem hann treður upp á sumum virtari uppistandsklúbbum þar í borg.