ÞAÐ VAR svo sannarlega handagangur í öskjunni á Laugaveginum um helgina þegar landslið karla í fimleikum tók upp á þeim frumlega gjörningi að ganga boðgöngu á höndum frá Hlemmi að Lækjartorgi.
ÞAÐ VAR svo sannarlega handagangur í öskjunni á Laugaveginum um helgina þegar landslið karla í fimleikum tók upp á þeim frumlega gjörningi að ganga boðgöngu á höndum frá Hlemmi að Lækjartorgi.

Tilgangur "göngunnar" var að safna fé til ferðar á heimsmeistaramót í áhaldafimleikum, en þangað stefnir nú íslenska landsliðið í fyrsta sinn.

Á leiðinni var brugðið á ýmiss konar sprell, auk þess sem drengirnir héldu stutta fimleikasýningu fyrir viðstadda.