*Á laugardag mættust FH og Þróttur í fyrsta skipti í efstu deild í knattspyrnu frá því árið 1985. Þá var Ingi Björn Albertsson spilandi þjálfari FH-inga en Jóhannes Eðvaldsson þjálfaði Þrótt .
*Á laugardag mættust FH og Þróttur í fyrsta skipti í efstu deild í knattspyrnu frá því árið 1985. Þá var Ingi Björn Albertsson spilandi þjálfari FH-inga en Jóhannes Eðvaldsson þjálfaði Þrótt .

*DENNIS

Bergkamp , sóknarmaður Arsenal , segist ætla að hætta knattspyrnuiðkun fái hann ekki þann samning sem hann telur sig eiga skilinn. Bergkamp hefur staðið í ströngum samningaviðræðum við Arsenal undanfarna daga en forráðamenn liðsins hafa tjáð Bergkamp að litlir peningar séu til hjá félaginu sökum þess að liðið sé að byggja sér nýjan völl.

* PATRICK Viera , fyrirliði Arsenal, skrifaði um helgina undir nýjan þriggja ára samning við Lundúnaliðið. Getgátur voru uppi um að kappinn væri hugsanlega á leið til Real Madrid eða Manchester United .

* WAYNE Rooney , sóknarmaður Everton, er ekki til sölu. Um helgina var haft eftir stjórnarmanni Chelsea að liðið ætlaði sér að bjóða í Wayne Rooney en forráðamenn Everton brugðust skjótt við og sögðu Rooney ekki til sölu.

* GEORGE Best , fyrrum leikmaður Manchester United og Norður-Írlands í knattspyrnu, ætlar að selja þau verðlaun sem hann fékk fyrir að vera kosinn leikmaður ársins í Evrópu og á Englandi árið 1968. "Ég hef séð um mína fjölskyldu fjárhagslega undanfarin ár, Nú ætla ég að reyna að fá pening sem ég get sjálfur notið", sagði George Best og þvertekur fyrir að vera orðinn blankur.