STEINAR Guðgeirsson, þjálfari Fram, var að vonum ánægður með leik sinna manna í gær. "Við byrjuðum þennan leik ágætlega og ég er sáttur við hvernig við spiluðum leikinn fyrstu tuttugu mínúturnar.
STEINAR Guðgeirsson, þjálfari Fram, var að vonum ánægður með leik sinna manna í gær. "Við byrjuðum þennan leik ágætlega og ég er sáttur við hvernig við spiluðum leikinn fyrstu tuttugu mínúturnar. Þá datt leikur okkar niður og þeir pressuðu okkur stíft og markið sem þeir settu á okkur kom upp úr því. Varamenn okkar komu mjög sterkir inn og hafa gert það í síðustu leikjum. Við náðum að halda boltanum betur framar á vellinum og aftur tókst okkur að snúa leiknum við eftir að frískir menn komu inná völlinn af bekknum. Hins vegar er margt sem við þurfum að bæta við okkar leik. Við höfum karakter og mér sýnist við vera komnir í gott form, við gefumst aldrei upp og við reynum að byggja ofan á það."