Allskyns dularfullir gripir leynast í stærstu fornminjasöfnum heims, frá múmíum og gullstyttum til flugvéla og jafnvel geimskipa.
Allskyns dularfullir gripir leynast í stærstu fornminjasöfnum heims, frá múmíum og gullstyttum til flugvéla og jafnvel geimskipa.
STÆRSTU og umfangsmestu fornminjasöfn jarðar eru mörg hver bæði ægistór og aldagömul. Í gegnum tíðina hefur ógrynni dularfullra og merkilegra gripa ratað í söfnin.
STÆRSTU og umfangsmestu fornminjasöfn jarðar eru mörg hver bæði ægistór og aldagömul. Í gegnum tíðina hefur ógrynni dularfullra og merkilegra gripa ratað í söfnin. Sumir gripirnir eru hafðir til sýnis fyrir gesti og gangandi en aðrir gleymast og eru geymdir í myrkum skúmaskotum og bíða þess eins að verða uppgötvaðir - í annað sinn.

Þátturinn Sögulegir safngripir (Museum Mysteries) sem sýndur er hjá Ríkissjónvparinu í kvöld leiðir áhorfandann um þrjú af merkari söfnum veraldar: Smithsonian í Washington, Breska Þjóðminjasafnið og safnið í Kreml í Rússlandi. Í þættinum í kvöld verður rýnt í safngripi Smithsonian en hin söfnin tvö verða heimsótt næstu tvö mánudagskvöld.

Sögulegir safngripir (Museum Mysteries) er á dagskrá Ríkissjónvarpsins í kvöld kl. 20.