Ásdís Hjálmsdóttir
Ásdís Hjálmsdóttir
ÁSDÍS Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni, setti á föstudaginn stúlknamet í spjótkasti þegar hún kastaði spjótinu 49,46 metra á frjálsíþróttamóti í Gautaborg.
ÁSDÍS Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni, setti á föstudaginn stúlknamet í spjótkasti þegar hún kastaði spjótinu 49,46 metra á frjálsíþróttamóti í Gautaborg. Sigrún Fjeldsted úr FH átti gamla metið sem var 49,31 og bætti Ásdís því metið um fimmtán sentimetra og sinn eigin árangur um 2,39 metra. Árangur hennar var einnig yfir lágmarkinu sem þarf til að komast á Evrópumót unglinga 19 ára og yngri sem fram fer í Tampera í Finnlandi í lok mánaðarins. Fyrr í sumar hafði Ásdís náð lágmarkinu fyrir það mót í kringlukasti. Ásdís kastaði kringlu á mótinu í gær 41,41 metra og varð í fjórða sæti. Ásdís keppir því í tveimur greinum á EM.