TVEIR menn um tvítugt voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík eftir útafakstur milli Bjarkarlundar og Flókalundar um miðjan dag í gær. Þeir höfðu tekið bifreið ófrjálsri hendi á Patreksfirði og ekið í átt til Reykjavíkur.
TVEIR menn um tvítugt voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík eftir útafakstur milli Bjarkarlundar og Flókalundar um miðjan dag í gær. Þeir höfðu tekið bifreið ófrjálsri hendi á Patreksfirði og ekið í átt til Reykjavíkur. Talið er að ökumaður hafi verið ölvaður.

Á 192 km hraða

Ungur ökumaður var mældur á 192 kílómetra hraða áður en hann ók út af á Dynjandisheiði á flótta undan Patreksfjarðarlögreglunni í fyrrinótt. Mikil mildi þykir að hann skyldi ekki hafa slasast alvarlega. Hann er einnig grunaður um ölvun við akstur.