ÍSLAND er komið úr sjöunda sæti í annað sæti á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þau lönd í heiminum þar sem best er að búa. Þetta kemur fram á heimasíðu Dagbladet í Noregi.
ÍSLAND er komið úr sjöunda sæti í annað sæti á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þau lönd í heiminum þar sem best er að búa. Þetta kemur fram á heimasíðu Dagbladet í Noregi. Í skýrslunni, sem kynnt verður á þriðjudaginn, kemur fram, að sögn norska dagblaðsins, að Noregur er efstur á lífsgæðalistanum, Ísland í öðru sæti og Svíþjóð, Ástralía, Holland, Belgía, Bandaríkin og Kanada fylgja þar á eftir.

Á heimasíðu kanadíska dagblaðsins The Ottawa Citizen kemur fram að Kanada hefur fallið úr efsta sæti niður í það áttunda á aðeins tveimur árum.