STÓRMEISTARARNIR Jóhann Hjartarsson og Ivan Sokolov háðu hraðskákareinvígi í húsakynnum Máls og menningar síðdegis í gær. Teflt var með 5 mínútna umhugsunartíma. Jóhann vann fyrstu skákina, Sokolov þá næstu og síðan Jóhann aftur.
STÓRMEISTARARNIR Jóhann Hjartarsson og Ivan Sokolov háðu hraðskákareinvígi í húsakynnum Máls og menningar síðdegis í gær. Teflt var með 5 mínútna umhugsunartíma. Jóhann vann fyrstu skákina, Sokolov þá næstu og síðan Jóhann aftur. Var staðan þá 2:1 Jóhanni í vil þegar gengið var til 10 mínútna hvíldarhlés. Eftir að skákmeistaranir höfðu fengið sér hressingu gerðust þeir enn grimmari við skákborðið og 4. og 5. skákin urðu báðar jafntefli eftir mikinn darraðardans. Enn var Jóhann vinningi yfir fyrir 6. skákina og náði hann betri stöðu í þeirri skák. Sokolov tókst hins vegar að snúa á Jóhann og stóðu þeir þá jafnir 3:3. Ákveðið var að tefla eina úrslitaskák og tókst þá Sokolov að knýja fram sigur og vann því einvígið, 4:3.