LANDSTJÓRI Kanada, Adrienne Clarkson, er væntanleg í opinbera heimsókn til Íslands í haust, en hún heimsækir Rússland, Finnland og Ísland í ferðinni.
LANDSTJÓRI Kanada, Adrienne Clarkson, er væntanleg í opinbera heimsókn til Íslands í haust, en hún heimsækir Rússland, Finnland og Ísland í ferðinni.

Adrienne Clarkson landstjóri er fulltrúi Elísabetar Englandsdrottningar í Kanada, en drottningin er formlegur þjóðhöfðingi Kanada. Þriggja landa heimsóknin verður frá 23. september til 15. október og lýkur á Íslandi, en í för með landstjóranum verður fjölmennt fylgdarlið listamanna, umhverfismálafrömuða, fræði- og vísindamanna og fulltrúa norðursvæða Kanada.

Ísland fer nú með formennsku í Norðurskautsráðinu sem í eru Bandaríkin, Kanada, Ísland, Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Finnland og Rússland, en á næsta ári er fyrirhugað að Adrienne Clarkson fari í heimsókn til Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Grænlands.