Verðlaunaverk Rósu Sigrúnar Jónsdóttur á Sumartvíæringnum í Luleå.
Verðlaunaverk Rósu Sigrúnar Jónsdóttur á Sumartvíæringnum í Luleå.
RÓSA Sigrún Jónsdóttir myndlistarmaður tók þátt í Sumartvíæringnum í Luleå í Svíþjóð á dögunum, þar sem saman voru komnir 30 listamenn frá 22 löndum.
RÓSA Sigrún Jónsdóttir myndlistarmaður tók þátt í Sumartvíæringnum í Luleå í Svíþjóð á dögunum, þar sem saman voru komnir 30 listamenn frá 22 löndum. Þetta er í fyrsta sinn sem Sumartvíæringurinn er haldinn en Luleå hefur árum saman staðið fyrir vetrarhátíð listamanna víðsvegar að úr heiminum.

Listamennirnir dvöldu í Luleå í hálfan mánuð við sköpun og uppsetningu verka sinna en samsýning var síðan opnuð 28. júní. s.l.

Verk Rósu Sigrúnar hét "About Beauty" og var saumað saman úr rúmlega 10 þúsund eyrnapinnum. Hluti verksins var myndband sem sýndi listakonuna sauma saman á sér fingurna í sama mynstri og eyrnapinnana.

Verkið og uppsetning þess í Konstens Hus í Luleå vakti talsverða athygli og var Rósa Sigrún valin ásamt ítölskum listamanni, Marco Dessardo, úr hópnum og voru verk þeirra verðlaunuð með fjárframlagi.