STEFNT er að því að framkvæmdanefnd um einkavæðingu skili síðdegis í dag niðurstöðu um hvort samningar um sölu á 100% hlut ríkisins í Sementsverksmiðjunni hf. á Akranesi nái fram að ganga.
STEFNT er að því að framkvæmdanefnd um einkavæðingu skili síðdegis í dag niðurstöðu um hvort samningar um sölu á 100% hlut ríkisins í Sementsverksmiðjunni hf. á Akranesi nái fram að ganga. Einkavæðingarnefnd og fulltrúar félaganna fjögurra sem að hugsanlegum kaupum standa funduðu á laugardag og hittast aftur í dag.

Aðilarnir sem sækjast eftir kaupum á Sementsverksmiðjunni eru Framtak fjárfestingarbanki hf., BM Vallá hf., Björgun ehf. og norska sementsverksmiðjan Norcem.