ÍSLENSKIR viðskiptavinir DHL geta nú reiknað með að sendingar þeirra til Norður-, Suður- og Mið-Ameríku komist enn fyrr til skila en áður.
ÍSLENSKIR viðskiptavinir DHL geta nú reiknað með að sendingar þeirra til Norður-, Suður- og Mið-Ameríku komist enn fyrr til skila en áður.

Í lok júní var undirritað samkomulag á milli DHL og Lufthansa Cargo, sem kveður á um að vélar Lufthansa á leið frá Köln í Þýskalandi til New York millilendi á East Midlands-alþjóðaflugvellinum í grennd við Nottingham á Englandi. Þar taka vélar Lufthansa við DHL-sendingum á leið til Bandaríkjanna.

Lufthansa Cargo flýgur á milli Köln og New York fimm sinnum í viku. Áður en til samkomulagsins kom flaug DHL á milli East Midlands og New York þrisvar á dag og nú verða ferðirnar því 26 talsins.

Allar sendingar DHL til og frá Íslandi fara til Edinborgar og þaðan í gegnum East Midlands með leiguflugi Íslandsflugs. Þessi aukning í flugi á milli East Midlands og New York þýðir því að sendingartími á milli Íslands og Ameríku styttist umtalsvert.

"Samstarf fyrirtækjanna á þessari flugleið þýðir aukið hagræði fyrir bæði Lufthansa Cargo og DHL. Á sama tíma og DHL tryggir sér pláss í vélum Lufthansa og eykur við þjónustuna til sinna viðskiptavina, eykur Lufthansa nýtingu á plássi í sínum vélum sínum og tryggir auknar tekjur af leiðinni," segir í frétt frá DHL.