LÝST er eftir vitnum að árekstri sem varð sunnudaginn 6. júlí sl. við Þverholt 30 í Reykjavík. Ekið var á tvær bifreiðar þar sem þær stóðu í bifreiðastæði og fór tjónvaldur af vettvangi. Bifreiðarnar sem ekið var á eru grá Mazda 6, árg.
LÝST er eftir vitnum að árekstri sem varð sunnudaginn 6. júlí sl. við Þverholt 30 í Reykjavík. Ekið var á tvær bifreiðar þar sem þær stóðu í bifreiðastæði og fór tjónvaldur af vettvangi. Bifreiðarnar sem ekið var á eru grá Mazda 6, árg. 2003 og grá Audi A4. árg. 2003. Þeir sem upplýsingar geta veitt um mál þetta eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 569 9014.