Það er líf og fjör í húsakynnum BSÍ í Síðumúlanum yfir sumartímann, þar sem spilaður er tvímenningur fimm kvöld vikunnar. Lítum á eitt af ævintýrum liðinnar viku: Suður gefur; AV á hættu.

Það er líf og fjör í húsakynnum BSÍ í Síðumúlanum yfir sumartímann, þar sem spilaður er tvímenningur fimm kvöld vikunnar. Lítum á eitt af ævintýrum liðinnar viku:

Suður gefur; AV á hættu.

Norður
98742
KD983
9
53

Suður
KD65
Á6
ÁKD7
1098

Vestur Norður Austur Suður
- - - 1 tígull
2 lauf Pass Pass Dobl *
Pass 3 lauf * Pass 3 spaðar
Pass 4 spaðar Allir pass

Suður vekur á Standard-tígli og enduropnar síðan með úttektardobli. Norður á fallega skiptingu og krefur með þremur laufum og hækkar síðan þrjá spaða í fjóra. Góðar sagnir og ágæt niðurstaða.

Vestur tekur tvo fyrstu slagina á ÁK í laufi og spilar drottningunni í þriðja slag, sem sagnhafi trompar í borði. Austur reyndist eiga gosann þriðja. Hver er áætlunin?

Trompið er eina vandamálið og undir venjulegum kringumstæðum myndi maður spila spaða á kónginn. En hér eru aðstæður sérstakar. Vestur kom inn á tveimur laufum á fimmlit á "öfugum" hættum og er því líklegur til að eiga spaðaásinn. Ef hann er með spaðaásinn annan, til dæmis ÁG eða Á10, er í raun vonlaust að vinna spilið, því vestur drepur strax og spilar laufi í þrefalda eyðu:

Norður
98742
KD983
9
53

Vestur Austur
Á10 G3
G75 1042
1083 G6542
ÁKD62 G74

Suður
KD65
Á6
ÁKD7
1098

Austur stingur með gosa og uppfærir trompslag fyrir makker.

Með þetta í huga er töluvert vit í því að spila LITLUM spaða frá báðum höndum í þeirri von að vestur sé með ásinn blankan. Sannarlega óvenjuleg og hugmyndarík íferð, sem ekki skilaði tilsettum árangri eins og spilið lá.