TYRKIR eru ævareiðir út í Bandaríkjamenn eftir að Bandaríkjaher handtók ellefu tyrkneska hermenn í Norður-Írak á föstudag. Bandaríkjamenn slepptu hermönnunum úr haldi seint í gærkvöld en óttast er að þetta atvik geti haft slæm áhrif á samskipti ríkjanna.
TYRKIR eru ævareiðir út í Bandaríkjamenn eftir að Bandaríkjaher handtók ellefu tyrkneska hermenn í Norður-Írak á föstudag. Bandaríkjamenn slepptu hermönnunum úr haldi seint í gærkvöld en óttast er að þetta atvik geti haft slæm áhrif á samskipti ríkjanna.

Um 250 Tyrkir komu saman fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna í Ankara í gær til þess að mótmæla aðgerðum Bandaríkjahers en eins og sjá má á myndinni veifuðu þeir m.a. tyrkneska fánanum og hrópuðu slagorð. Er talið að handtökurnar hafi staðið í tengslum við meintan undirbúning tilræða við íraska embættismenn í Kúrdahéruðum Íraks.

Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, ræddi málið í síma við Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, síðdegis en fyrr í gær sagði hann að það hefði valdið sambandi ríkjanna tveggja "óbætandi tjóni". Sagði Erdogan þetta "ljótt atvik" sem "hefði ekki átt að eiga sér stað".