ÍBÚAR Korsíku höfnuðu í gær naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu hugmyndum um takmarkaða sjálfsstjórn en eyjan tilheyrir Frakklandi. Sýndu tölur innanríkisráðuneytisins að 50,98% kjósenda höfðu hafnað tillögunni en 49,02 voru henni hlynnt.
ÍBÚAR Korsíku höfnuðu í gær naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu hugmyndum um takmarkaða sjálfsstjórn en eyjan tilheyrir Frakklandi. Sýndu tölur innanríkisráðuneytisins að 50,98% kjósenda höfðu hafnað tillögunni en 49,02 voru henni hlynnt.

Frönsk stjórnvöld höfðu lagt til að Korsíka fengi sérstakt þing sem takmarkaða heimild hefði til skattlagningar. Vonuðust þau til þess með þessu frumkvæði að tryggja mætti stöðugleika á eyjunni. Róstusamt hefur verið á Korsíku undanfarin þrjátíu ár en hópur aðskilnaðarsinna berst þar fyrir sjálfstæði frá Frakklandi.

"Það er engin ástæða til að sjá eftir því að hafa gefið íbúum Korsíku tækifæri til að lýsa skoðun sinni," sagði Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands, í gærkvöldi.

Ajaccio. AFP.