Tímarit Máls og menningar 2. tbl. 2003 er komið út. Meðal efnis er grein eftir David M. Green, stjórnmálafræðing við Hofstraháskóla í Bandaríkjunum, um að stríðið í Írak kunni að hafa breytt þeirri heimsmynd að Vesturveldin séu ein heild.
Tímarit Máls og menningar 2. tbl. 2003 er komið út. Meðal efnis er grein eftir David M. Green, stjórnmálafræðing við Hofstraháskóla í Bandaríkjunum, um að stríðið í Írak kunni að hafa breytt þeirri heimsmynd að Vesturveldin séu ein heild. Þorfinnur Skúlason sýnir fram á að rekja megi upphaf íslenskra vísindaskáldsagna til Kristmanns Guðmundssonar. Úlfhildur Dagsdóttir fjallar um hið hávísindalega en um leið bókmenntalega fyrirbæri sæborgir og veltir því fyrir sér hvernig persónufrelsi verði háttað þegar hægt verður að hreinsa alla varasama arfbera úr manneskjum. Berglind Steinsdóttir rýnir í bók Andra Snæs Magnasonar, Lovestar, og veltir því m.a. fyrir sér hvort hún sé lykilsaga um íslenskan veruleika. Lilja Hjartardóttir skrifar um Afganistan, landið sem virðist hafa gleymst meðan á öðru stríði stóð.

Þá er í tímaritinu birt ljóð eftir Jóhann Hjálmarsson, framtíðarfræði, smásaga, horfinn Þjóðverji og tónlist rithöfundar.