ÞAÐ vakti athygli þegar flautað var til leiks Fylkis og KA í gær að í byrjunarliði Fylkis voru tíu leikmenn sem eru aldir upp í félaginu. Aðeins Eskfirðingurinn Valur Fannar Gíslason kemur annars staðar að.
ÞAÐ vakti athygli þegar flautað var til leiks Fylkis og KA í gær að í byrjunarliði Fylkis voru tíu leikmenn sem eru aldir upp í félaginu. Aðeins Eskfirðingurinn Valur Fannar Gíslason kemur annars staðar að. Það er því greinilegt að öflugt yngri flokka starf Árbæjarliðsins skilar sér vel.

Þrír nafnar hjá KA

Annað sem vakti athygli manna í upphafi leiks var að í liði KA voru þrír sem heita Þorvaldur. Fyrstan skal telja þjálfarann Þorvald Örlygsson, þá fyrirliðann Þorvald Makan Sigbjörnsson og loks Þorvald Svein Guðbjörnsson.