Aldrei hafa fleiri  verið á Humarhátíð og góð stemmning var á bryggjunni.
Aldrei hafa fleiri verið á Humarhátíð og góð stemmning var á bryggjunni.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
UM helgina var haldin tíunda Humarhátíðin á Höfn í Hornafirði. Talið er að um fjögur þúsund gestir hafi verið á Höfn um helgina enda var tjaldstæði bæjarins yfirfullt.
UM helgina var haldin tíunda Humarhátíðin á Höfn í Hornafirði. Talið er að um fjögur þúsund gestir hafi verið á Höfn um helgina enda var tjaldstæði bæjarins yfirfullt. Einnig gista fjölmargir í heimahúsum því fjöldi brottfluttra Hornfirðinga notar tækifærið og kemur á heimaslóðir á Humarhátíð.

Mikil stemning var í bænum á föstudagskvöld, enda ágætis veður og margt til skemmtunar. Hljómsveitirnar Í svörtum fötum og Á móti Sól skemmtu á sviðinu á bryggjunni og í Pakkhúsinu spilaði Hljómsveit Hauks. Auk þess skemmtu heimamenn sér og öðrum eftir eyranu og sjá mátti hópa fólks í kringum götuspilara víðsvegar um hafnarsvæðið. Á laugardag var rigning en menn létu það ekki á sig fá og mörg hundruð manns fylgdust með hátíðardagskránni á bryggjunni. Dansleikir voru á þremur stöðum á laugardagskvöld. Um helgina var haldið fjórðungsmót hestamanna á Fornustekkum í Hornafirði og fjölmenntu hestamenn í bæinn á laugardagskvöld.