Ítalinn Alessandro Petacchi kemur fyrstur í mark á fyrsta legg Frakklandshjólreiðanna sem hófust í gær en þá hjóluðu keppendur 168 km leið frá Saint-Denis til Meaux.
Ítalinn Alessandro Petacchi kemur fyrstur í mark á fyrsta legg Frakklandshjólreiðanna sem hófust í gær en þá hjóluðu keppendur 168 km leið frá Saint-Denis til Meaux.
ÍTALSKI hjólreiðakappinn Alessandro Petacchi kom fyrstur í mark á fyrstu leið í Tour de France-hjólreiðakeppninni í gær.
ÍTALSKI hjólreiðakappinn Alessandro Petacchi kom fyrstur í mark á fyrstu leið í Tour de France-hjólreiðakeppninni í gær. Á ýmsu gekk á þessari fyrstu leið því í síðustu beygjunni áður en komið var í mark datt einn keppandinn og tugir keppenda lentu í einni kös í götunni. Þeirra á meðal var sigurvegari síðustu fjögurra ára, Lance Armstrong. Hann meiddist ekki en hjólið skemmdist svo mikið að hann gat ekki lokið keppni á því og varð hann að fá lánað hjól til að komast í mark.

Tyler Hamilton, fyrrum félagi Armstrong hjá Postal-liðinu, en núverandi CSC-liðsmaður, fór einna verst út úr árekstrinum því hann var fluttur á sjúkrahús. Armstrong sagði fyrir keppnina að hann ætlaði að spara kraftana þar til komið yrði í Alpana, en þar hefur hann haft mikla yfirburði á síðustu árum.

Bradley McGee frá Ástralíu heldur gulu treyjunni, en henni klæðist sá sem er með besta samanlagðan tíma hverju sinni. McGee sigraði í forkeppninni á laugardaginn og lauk keppni í gær í sæti sem dugði honum til þess að halda treyjunni.