Sumum þykir engin útihátíð ekta nema sykurkvoðan sé með. Þessir piltar drógu ekkert af sér við að japla á blárri sykurullinni.
Sumum þykir engin útihátíð ekta nema sykurkvoðan sé með. Þessir piltar drógu ekkert af sér við að japla á blárri sykurullinni.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
MIKILL fjöldi fólks á öllum aldri kom til Ólafsvíkur nú um helgina á Færeysku dagana sem nú voru haldnir í 6 skiptið, áætla mótshaldarar að yfir sjö þúsund manns hafi komið í bæinn þessa helgi.
MIKILL fjöldi fólks á öllum aldri kom til Ólafsvíkur nú um helgina á Færeysku dagana sem nú voru haldnir í 6 skiptið, áætla mótshaldarar að yfir sjö þúsund manns hafi komið í bæinn þessa helgi.

Hátíðin hefur stækkað mikið frá því hún var fyrst haldin árið 1998, og hefur orðsporið af Færeysku dögunum borist langt út fyrir landsteinana. Óhætt er að segja að Færeysku dagarnir séu með stærstu útihátíðum á landinu í dag.

Mikið var lagt upp úr því að allir aldurshópar nytu þess að vera á staðnum og var enginn aldur útundan, enda var dagskráin mjög fjölbreytt. Markaður var opinn alla helgina og streymdi fjöldi fólks þar inn og var hægt að gera kostakaup á öllu milli himins og jarðar.

Á föstudagskvöld var bryggjuball, þar sem Klakabandið rokkaði fyrir gesti, og tóku skipstjórnarmenn í Snæfellsbæ sig til og stjórnuðu brekkusöng. Á laugardag var fjöldi skemmtiatriða, meðal annars bekkpressumót sem var haldið til minningar um Héðin Magnússon sjómann sem fórst með Svanborginni í desember 2001. Voru fjölmargir keppendur mættir til þess að taka þátt og voru alls 5 íslandsmet slegin á þessu móti. Einnig var mikið um að vera á Þorgrímspalli: kántrýdansklúbburinn Snæstjörnurnar sté línudans, kór frá Vestmanna í Færeyjum söng, júdósýning var einnig við mikinn fögnuð áhorfenda, magadansmær úr Snæfellsbæ sýndi listir sínar og hinir einu sönnu Kaffibrúsakarlar fengu hláturbarka gesta til að þenjast og sýndu að þeir hafa engu gleymt.

Listflugmenn sýndu listir sínar yfir svæðinu en auk þess var margt fleira á dagskrá. Um kvöldið var útidansleikur á Þorgrímspalli, og seinna um kvöldið var stórdansleikur með færeysku hljómsveitinni Hans Jacob og vinafolk í félagsheimilinu Klifi og hafa margir haft orð á því að annan eins dansleik hafi þeir aldrei sótt

alfons@mbl.is