Það var Páll Lýðsson, stjórnarformaður Sláturfélags Suðurlands, sem afhenti Rósu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, styrkinn. Til hægri við þau stendur Hallgrímur Hólmsteinsson, markaðs- og sölustjóri SS. Athöfnin fór
Það var Páll Lýðsson, stjórnarformaður Sláturfélags Suðurlands, sem afhenti Rósu Guðbjartsdóttur, framkvæmdastjóra Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, styrkinn. Til hægri við þau stendur Hallgrímur Hólmsteinsson, markaðs- og sölustjóri SS. Athöfnin fór
SLÁTURFÉLAG Suðurlands afhenti á laugardag Styrktarfélagi krabbameinssjúka barna styrk að upphæð rúmlega 1,6 milljónir króna.
SLÁTURFÉLAG Suðurlands afhenti á laugardag Styrktarfélagi krabbameinssjúka barna styrk að upphæð rúmlega 1,6 milljónir króna. Sláturfélagið hefur áður stutt við bakið á félaginu en Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna styður börn að 18 ára aldri sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra en árlega greinast 10-12 börn á landinu öllu með krabbamein.

Í tilefni af veitingu styrksins bauð SS börnum og fjölskyldum sem tengjast styrktarfélaginu til grillhátíðar sem haldin var við Ylströndina í Nauthólsvík.

Styrkurinn er afrakstur söfnunar sem staðið hefur undanfarna þrjá mánuði en Sláturfélagið lét 10 krónur af hverjum vínarpylsupakka í styrktarsjóðinn. Alls seldust yfir 160.000 pakkar og styrksupphæðin í samræmi við það.

Á grillhátíðinni kenndi margra grasa og komu meðal annars fram töframaðurinn Jón Víðir og Selma Björnsdóttir tók nokkur lög auk þess að börnin fengu óvæntan glaðning. Að sjálfsögðu voru grillaðar pylsur.