[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Glókollurinn Eminem fékk skjall úr óvæntri átt á dögunum. Nóbelsverðlaunahafinn og skáldið Seamus Heaney hrósaði skv. heimild NME Eminem fyrir orðlega orku sína.
Glókollurinn Eminem fékk skjall úr óvæntri átt á dögunum. Nóbelsverðlaunahafinn og skáldið Seamus Heaney hrósaði skv. heimild NME Eminem fyrir orðlega orku sína. Þegar Heaney var spurður um ljóðlegan áhuga sinn á tónlistarmönnum, hvort hann hrifist af mönnum á borð við Bob Dylan eða John Lennon, þá svaraði Heaney því til að hann kynni að meta Eminem og kraftinn í textum hans.... Beyonce Knowles og Shania Twain voru meðal listamanna sem tóku þátt í fjáröflunartónleikum fyrir börn sem haldnir voru á vegum Karls Bretaprins . Aðrir tónlistarmenn sem létu að sér kveða voru Craig David og David Gray, svo nokkrir séu nefndir. Tónleikarnir voru haldnir í Hyde Park og söfnuðust jafnvirði um 120 milljóna króna...Sjónvarpsstöðin ITV1 hyggur á framleiðslu drama-heildarmyndar um tilraun sem gerð var til að ræna Önnu Bretaprinsessu árið 1974. Ian Ball , þá 26 ára, gerði tilraun til að ræna prinsessunni þegar hún var á leið til Buckingham-hallar ásamt lífvörðum og þáverandi eiginmanni sínum Mark Phillips kaptein. Prinsessan var 24 ára þegar þetta átti sér stað. Ball reyndi að draga prinsessuna úr bílnum en það varð henni til bjargar að Mark Phillips tosaði á móti og náði henni inn í bílinn og tókst að læsa dyrunum.